Innkaupalista fyrir eldri deild (7. – 10. bekk) skólans er hægt að nálgast HÉRNA. Innkaupalistum í yngri deild skólans verður dreift á skólasetningu.
Nemendur í 1. – 3. bekk þurfa 2 – 3 blýanta (þrístrendir), strokleður, tunnuyddara, skæri, límstifti, túss-, tré- og vaxliti. Vasareikni (einfaldur með stórum tökkum), talnagrind og plastglas (undir mjólk). Í íþróttum þurfa nemendur stuttbuxur, stuttermabol, sundföt, sundgleraugu (ef vill) ath. það er ekki hægt að fá lánuð sundgleraugu í Íþróttamiðstöðinni. Á þessum aldri eru nemendur ekki í skóm í leikfimi nema í sérstökum tilfellum, endilega hafið þá sambandi við íþróttakennara.
Nemendur í 4. – 6. bekk þurfa að eiga a.m.k. 2 blýanta, yddara og strokleður,liti (tré og túss), vasareiknir, reglustiku, gráðuboga, skæri og límstifti og eitt stórt tímaritabox
Athugið vel hvað er til áður en farið er að kaupa inn og munið að merkja ritföng og bækur barnsins áður en það kemur í skólann þá glatast hlutirnir síður.