Árgangur 1963 í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Fyrrverandi nemendur skólans sem útskrifuðust 1979 hittust í Borgarnesi í dag og gerðu sér dagamun. Mættu þau fyrst í gamla skólann sinn og skoðuðu sig um, rifjuðu upp gamlar minningar og fengu sér hollt og gott nesti. Flemming Jessen og Jón Þ. Björnsson fyrrverandi kennarar við skólann voru hópnum til halds og trausts.