Góðir gestir í heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Í dag komu tveir fulltrúar Sparisjóðs Mýrasýslu, þær Guðrún og Steinunn, í heimsókn í skólann í tilefni 90 ára afmælis Sparisjóðsins. Gáfu þær öllum nemendum skólans sundtöskur og klukkur í stofur. Auk þess gaf Sparisjóðurinn sérkennsludeild skólans tvær tölvur sem koma til með að svara brýnni þörf.
Viljum við þakka kærlega fyrir þessar höfðinglegu gjafir og óskum afmælisbarninu til hamingju með þessu merku tímamót.