Skólasetning

Ritstjórn Fréttir

Skólinn verður settur í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi mánudaginn 23. ágúst og hefst athöfnin kl. 13. Allir velkomnir. Að skólasetningu lokinni hitta nemendur umsjónarkennara sína í skólanum. Skólarútan fer úr Sandvík kl. 12:40 og til baka frá biðskýli í Skallagrímsgötu kl. 14:15. Kennsla hefst svo skv. stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.