Viðbrögð við bruna æfð

Ritstjórn Fréttir

Í morgun voru æfð viðbrögð við bruna, samkvæmt öryggisáætlun skólans (sjá hér). Þetta er í fyrsta skiptið sem slík æfing er framkvæmd í skólanum. Tókst hún í alla staði vel, það tók um 3 mín að rýma skólann. Komu í ljós nokkur atriði sem þarf að lagfæra í öryggisáætlun skólans og verður það gert.