Sæmundur Sigmundsson annast skólaakstur innanbæjar í vetur. Farnar eru tvær ferðir á morgnana, hin fyrri kl. 7:45 frá skýlinu í Sandvík og sú seinni kl. 8:02 frá sama stað. Þeir nemendur sem eiga að byrja í tíma kl. 8:10 þurfa því að tak afyrri bílinn en hinn seinni er hugsaður fyrir þá sem mæta kl. 8:20. Áríðandi er að nemendur séu komnir á réttum tíma í skýlin en nákvæmari tímatafla verður gefin út þegar nokkurra daga reynsla er komin á fyrirkomulagið. Heimferðir eru einnig tvær, sú fyrri kl. 13:35 og sú síðari kl. 14:35. Að auki er svo ferð á miðvikudögum kl. 15:30.