Heimsókn

Ritstjórn Fréttir

Fyrsta skóladaginn fengum við góða heimsókn tékkneskra sveitarstjórnarmanna sem voru hér á landi að kynna sér vinnu sveitarfélaganna á Vesturlandi að umhverfismálum. Fóru þeir víða um fjórðunginn í þessum erindagjörðum m.a. í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Andakílsárvirkjun, Eldfjallasafnið í Stykkishólmi, þjóðgarðinn á Snæfellsnesi og fólkvanginn í Einkunnum.
Grunnskólinn í Borgarnesi er einn margra skóla á Vesturlandi sem er skóli á Grænni grein og hefur verið með í verkefninu frá upphafi. Gestunum var sýndur skólinn og kynntar áherslur skólans í umhverfismálum. Þeir voru ánægðir með það sem fyrir augu bar í skólanum og heyrðu af starfinu. Höfðu þau orð á því hvað skólinn væri snyrtilegur og vel gengið um hann og nánasta umhverfi