Nú eru hinir árlegu kynningarfundir hér í skólanum byrjaðir og hafa þegar verið haldnir fyrir 2. og 4. bekk. Á þessum fundum fara umsjónarkennarar yfir ýmis hagnýt atriði er tengjast skólagöngunni og eins koma fulltrúar foreldrafélagsins á fundina og kynna starf sitt. Næstu fundir eru hjá 3. og 7. bekk í dag kl. 18 og síðan er fundur hjá 6. bekk á morgun einnig kl. 18.