10. bekkur á ferðalagi

Ritstjórn Fréttir

Strax að afloknum samræmdum könnunarprófum skelltu nemendur 10. bekkjar sér í skólaferðalag. Var ferðinni heitið norður fyrir heiðar og var gist í Varmahlíð s.l. nótt. Á dagskránni þessa daga er hestamennska, klettaklifur, leirdúfuskotfimi, river rafting paint ball, skautar o. fl. Nemendur og forráðamen hafa verið óþreytandi við að safna peningum fyrir ferðinni og því er hún jafn viðamikil og raun ber vitni. Af hópnum er allt gott að frétta og skemmta allir sér hið besta en deginum í dag verður varið á Akureyri og Dalvík.