Landnáma, leikþáttur fyrir 5. – 7. bekk

Ritstjórn Fréttir

Stoppleikhópurinn sýndi í morgun leikþátt sem nefnist: “ Landnáma “ og er eftir Valgeir Skagfjörð, fyrir nemendur í 5. – 7. bekk.
Verkið sem er ferðasýning fjallar um landnám Íslands og sögu Ingólfs Arnarssonar, tildrög þess að hann tók sig upp og hélt til Íslands með allt sitt sitt hafurtask, konu, þræla, búpening og síðast en ekki síst fósturbróður sínum Hjörleifi Hróðmarssyni. Verkið segir sögu landnáms á Íslandi á leikrænan máta til að kveikja áhuga barna/ unglinga á því umhverfi og þeim hugsunarhætti sem ríkti á landnámsöld.