Sumarlestur

Ritstjórn Fréttir

Í sumar stóð Safnahúsið fyrir sumarlestri, þetta er þriðja árið sem Safnahúsið stendur fyrir slíku átaki. Það er ánægjulegt að segja frá því að það er mikil aukning í þátttöku á milli ára. Kennarar skólans merkja líka framfarir í lestri hjá þeim nemendum sem taka þátt. Um leið og við þökkum starfsfólki Safnahússins fyrir þetta framtak, þá er það von okkar að það standi nemendum til boða næsta sumar og að þátttakan aukist enn.
Sjá hérna frétt á heimasíðu Safnahússins.