Foreldrafélag Grunnskólans í Borgarnesi býður í ár upp á skólafatnað. Í boði eru hettupeysur frá Henson á 2.500,- kr., samskonar peysur og voru í boði í fyrra, sem merktar verða skólanum. Litir sem verða í boði eru, rauður, vínrauður, ljósblár, grænn og svartur Einnig verða í boði, rauðir, svartir og bláir, langerma bómullarbolir, á 1.500,- kr.
Mátun verður n.k. mánudag og þriðjudag 11. og 12. október kl. 17:00-18:30 í náttúrfræðistofunni í grunnskólanum. Einungis verður tekið við pöntunum þegar mátun fer fram og staðgreiða verður peysurnar við pöntun.
Nánari upplýsingar veitir Júlía í síma 892-1584 eða Kristín í síma 697-4322.