Opinn borgarafundur verður haldinn í Menntaskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 21. október, í eineltisátaki sem Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT í samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingarmálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila standa fyrir á landsvísu. Jafningjafræðslufundur verður jafnframt haldinn á skólatíma fyrir nemendur efstu bekkja grunnskóla. Af þessu tilefni mun öflugt eineltisteymi skólans standa fyrir umræðu, uppákomum og fræðslu um einelti þessa vikuna. Skólinn hvetur foreldra sem og aðra til að mæta á þennan borgarafund sem hefst kl. 20.