Galíleósjónaukinn í Grunnskólann í Borgarnesi.

Ritstjórn Fréttir

Á ári stjarnfræðinnar 2009 tók hópur alþjóðlegra stjarnvísindamanna, stjörnuáhugamanna og raunvísindakennara sig til og útbjó stjörnusjónauka með það í huga að gera stjörnuhimininn aðgengilegan fyrir sem flesta.
Þessi sjónauki er nefndur eftir vísindamanninum Galíleó Galilei sem fyrstur manna beindi heimasmíðuðum sjónauka að himninum og skoðaði og skrásetti það sem fyrir augu bar.
Á Íslandi var ákveðið að koma þessum sjónauka inn í alla grunn- og framhaldsskóla landsins. Stjarnvísindafélag Íslands, Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Landsnefnd um ár stjörnufræðinnar sá um það að safna styrkjum, þannig að þetta verkefni gæti orðið að veruleika.
Við í Grunnskólanum í Borgarnesi fengum þennan sjónauka afhentan laugardaginn 23.október.2010. Fór kennari héðan á námskeið hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness í samsetningu og notkun sjónaukans.
Galileósjónaukinn er lítill og léttur. Hann er úr plasti og mjög auðveldur í notkun. Með honum má fá frá 17x – 50x stækkun. Með þessum stækkunum má skoða margvísleg skemmtileg fyrirbrigði á stjörnuhimninum. Til að mynda gíga og höf tunglsins, Venus, Galíleótungl Júpiters, Sjöstirnið í Nautinu og Andrómeduvetrarbrautina.