25. – 29. október var bangsavika hjá okkur í 1. bekk.
Allir komu með bangsa í skólann sem þeir höfðu alla vikuna.
Bangsarnir fengu að læra og leika með börnunum.
Þau föndruðu bangsakórónur, skrifuðu sögur, teiknuðu myndir og gerðu bangsaverkefni. Bangsarnir fengu líka að koma með að horfa á myndina um Kötlu gömlu sem fjallar um vináttu.
Við unnum með Bb stafi og hljóð. Lesin var sagan um Gullbrá og birnina þrjá.
Í framhaldi af þessari vinnu erum við að æfa leikþætti sem eru um Gullbrá og birnina þrjá og Geiturnar þrjár.