Foreldrarölt

Ritstjórn Fréttir

Nú er foreldraröltið á vegum foreldrafélagsins að hefjast.
Markmið röltsins er fyrst og fremst að stuðla að því að útivistarreglur barna og unglinga séu virtar.Einnig koma í veg fyrir /minnka neyslu vímuefna hjá unglingum undir lögaldri, sem og fyrirbyggja skemmdarverk og ofbeldi.
Hvernig fer foreldraröltið fram?
Leitað er eftir þátttöku foreldra barna í 1.-10. bekk. Þátttaka foreldra í röltinu er algjörlega frjáls. Hér er hægt að nálgast lista yfir þá sem eru á skrá og vinnureglur um röltið.
Ef foreldrar barna í öðrum bekkjum hafa áhuga á röltinu þá er bara að hafa samband.