Í morgun fengu nemendur 9. bekkja skólans góða og velmetna heimsókn. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson og Frú Dorrit Moussaieff komu í tilefni forvarnardagsins ,sem er í dag, og voru með nemendum, starfsfólki og gestum í góðan klukkutíma í Óðali. Hr. Ólafur ræddi við nemendur um gildi forvarna og hversvegna væri verið að beina sjónum að þessum þætti. Síðan var sýnd mynd og að lokum svörðuðu þau hjónin spurningum nemenda, en þær voru af margvíslegum toga og um ýmiskonar málefni. Er það mál okkar í skólanum að þessi heimsókn hafi tekist eins og best verður á kosið og viðstaddir hafi orðið heilmikils vísari. Áður en forsetahjónin komu höfðu nemendur unnið saman verkefni og fengið kynningu á netratleik.