Foreldraviðtöl

Ritstjórn Fréttir

Mánudaginn 15. nóvember er foreldraviðtalsdagur í skólanum. Allir foreldrar hafa verið boðaðir í viðtöl hjá umsjónarkennara barna sinna.
Nemendur og foreldrar eiga að vera búnir að kynna sér niðurstöður matsins í Mentor áður en þeir mæta í foreldraviðtölin. Í foreldraviðtölunum verður farið yfir í hverju styrkleikar nemenda liggja og hvaða þætti þarf að bæta. Í lok þess munu nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar gera með sér samkomulag um áhersluþætti í námi nemenda á komandi önn. Þeir þættir verða síðan endurskoðaðir í næsta viðtali.
Þennan dag verður hægt að hafa samband við faggreinakennara frá kl. 9:00 – 14:00.