Ljóðasýning 5. bekkja

Ritstjórn Fréttir

Næstkomandi miðvikudag þann 17.nóv. kl. 16:30 verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar árleg ljóðasýning nemenda fimmtu bekkja í grunnskólunum í nágrenninu.
Sýningin er sett upp á vegum héraðsbókasafnsins í tilefni af Degi íslenskrar tungu þann 16.nóv.
Sérstakur gestur: Hildur M. Jónsdóttir frá Brúðuheimum.
Að venju verður vakin athygli á borgfirsku skáldi við þetta tækifæri og að þessu sinni er það Elín Eiríksdóttir frá Ökrum, en í ár eru 110 ár frá fæðingu hennar.
Sýningin verður opin til 26. nóv.
Allir hjartanlega velkomnir.
Safnahús Borgarfjarðar