Bekkjarkvöld í 5. bekk

Ritstjórn Fréttir

Fyrir nokkrum dögum var haldið bekkjarkvöld í 5. bekk. Byrjað var á jólaföndri. Klippt voru út jólatré og stjörnur og síðan var ýmislegt skraut límt á tréð. Nemendur og foreldrar fengu sér kræsingar af hlaðborði sem foreldrar komu með. Að lokum var spilað bingó þar sem glæsilegir vinningar voru í boði. Enginn fór tómhentur heim, því þeir sem ekki fengu vinning fengu smá glaðning.