Skautaferð

Ritstjórn Fréttir

Þann 8. Desember fór 5.bekkur að skauta á Álatjörn. Þar var mjög gaman og við skautuðum leynivoginn. Það var mikið hlegið og mikið dottið. Nokkur urðu fyrir þeirri óheppni að detta og meiða sig en það er allt í lagi með þau núna. Margir voru að fara á skauta í fyrsta sinn. Við erum svo heppin að skólinn er búinn að safna sér mörgum skautum í kassa svo að hægt var að fá þá lánaða. Margir fóru sér hægt í byrjun en urðu betri með tímanum. Svo fóru allir kátir heim með rútunni.
Helena og Snæþór 5.bj