Árlegt jólaútvarp

Ritstjórn Fréttir

Árlegt jólaútvarp félagsmiðstöðvarinnar Óðals og N.F.G.B. verður sent út frá Óðali 13. – 17. desember frá kl. 10:00 – 23:00 alla dagana. Eins og síðastliðin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrir hádegi verður útvarpað áður uppteknum þáttum yngri bekkja grunnskólans en eftir hádegisfréttir verða unglingarnir með sína þætti í beinni útsendingu. Undirbúningur og handritagerð fór alfarið fram í skólanum þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt verkefni í íslenskutímunum síðastliðin ár.