Söngstund Ritstjórn 14 desember, 2010 Fréttir Nemendur 1. til 3. bekkjar komu saman í morgun og tóku lagið saman. Eins og að líkum lætur á þessum árstíma voru jólalög á dagskránni og börnin sungu hátt og snjallt við gítarundirleik Ingibjargar Grétarsdóttur.