Litlu jólin

Ritstjórn Fréttir

Litlu jólin voru haldin með hefðbundnu sniði hér í skólanum í morgun. Fyrst söfnuðust nemendur saman í stofum sínum, hlustuðu á sögur, fóru í leiki, gæddu sér á góðgæti, fengu jólakort og litla pakka. Að því loknu var haldið í íþróttasalinn þar sem 3. og 4. bekkur léku helgileik og 6. bekkur flutti leikrit um heimsókn jólasveins á skólaball og óþarfa trúleysi sumra á tilvist jólasveina. Þá voru nokkrir nemendur úr 10. bekk með hjólasprell, dans og söng og nutu m.a. aðstoðar Sössa sem allir vita er sérlegur áhugamaður um tónlist þó að íþróttakennari sé. Að lokum var dansað í kringum jólatré með tilheyrandi söng og gleði en það vour þeir Gunnar Ringsted og Vignir Sigurþórsson sem stjórnuðu söng og spili.
Nú er því komið jólafrí en skólahald hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4. janúar 2010.