Miðvikudaginn 3. desember mun fulltrúi frá Marita samtökunum á Íslandi vera með fræðslu fyrir nemendur grunnskólanna í Borgarbyggð og foreldra þeirra um vímuvarnir. Fræðslan er á vegum lögreglunnar í Borgarbyggð, félagsþjónustunnar í Borgarbyggð, grunnskólanna í Borgarbyggð, vímuvarnarnefndar Borgarbyggðar og Marita á Íslandi.
Um kvöldið er síðan sameiginlegur fundur fyrir foreldra og kennara barna 8. – 10. bekkja grunnskólanna í Borgarbyggð í félagsmiðstöðinni Óðal i, miðvikudaginn 3. desember kl. 20:00, í kjölfar sýningar íslensku myndarinnar “Hættu áður en þú byrjar”. Á fundinn koma: Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi sem jafnframt er fyrrverandi fíkniefnaneytandi, Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri Borgarbyggðar og Kristján Ingi Hjörvarsson frá lögreglunni.