Ævintýraferð 9. bekkjar

Ritstjórn Fréttir

Farið var með 36 nemendur úr 9.bekk Grunnskólans í hópeflis og ævintýraferð í skátaskálann í Skorradal 26.nóvember s.l. Byrjað var á þrautaleikjum utanhúss og stóðu þeir yfir í tvo tíma. Nemendum var skipt upp i nokkra hópa sem áttu að leysa þrautir á svæðinu í kringum skálann.
Þrautirnar reyndu á samvinnu hópmeðlima og ýmsa hæfileika. Í hádeginu grilluðu nemendur úti og borðuðu svínakótelettur með bestu lyst. Eftir hádegi voru hópeflisæfingar innanhúss. Æfingarnar reyndu sem fyrr á samvinnu og útsjónarsemi, en einnig á áræði og traust til félaga. Það voru þreyttir krakkar sem fóru heim á leið kl. 15, en vonandi ánægðir með vinnu dagsins.