112 dagurinn

Ritstjórn Fréttir

Þann ellefta febrúar (11.2) ár hvert er 112 dagurinn haldinn. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmer 112. Dagurinn er haldinn víða um Evrópu enda er númerið sam­ræmt neyðar­númer álfunnar og mikilvægt að fólk viti að aðeins þurfi að kunna þetta ein­falda númer til þess að fá að­stoð í neyð.
Aron Ingi Þráinsson, Elín Matthildur Kristinsdóttir og Þórir Indriðason sem eru félagar í björgunarsveitinni Brák komu í grunnskólann í dag og ræddu við nemendur. Þau sögðu frá neyðarnúmerinu, starfsemi björgunarsveitanna og sýndu búnað sem notaður er við björgunaraðgerðir. Nemendur fengu endurskinsmerki að gjöf og gátu borið upp spurningar til björgunarsveitarfólksins.