Bóndadagur

Ritstjórn Fréttir

Í tilefni komu þorra mættu margir í lopapeysum eða öðrum þjóðlegum fatnaði í skólann í dag. Kom í ljós að fólk túlkar þjóðlegan fatnað mjög misjafnlega sem er bara skemmtilegt. Léttur og skemmtilegur andi ríkti í skólanum og höfðu flestir gaman af.
Í 4. bekk var nokkurs konar þorrablót. En krakkarnir þar eru að læra um Ísland áður fyrr og fengu m.a. fyrirlestur frá Jónínu Berg goða um ásatrú og blót hjá Ásatrúarfélaginu. Einnig fengu krakkarnir tækifæri til að smakka á hinum íslenska þorramat og var ánægjan með það mismunandi.