Söngkeppni 4.-7. b.

Ritstjórn Fréttir

Söngkeppni nemenda í 4.-7. bekk var haldin í gær í Óðali. 7 söngatriði kepptu til verðlauna og tókust öll vel. Eiga nemendur hrós skilið fyrir hversu vel tókst til. Í 1. sæti var Unnur Helga Vífilsdóttir 7. b., í 2. sæti Kristín Birta Ólafsdóttir 7. bekk og í 3. sæti Snæþór Bjarki Jónsson 5. bekk. Bjartasta vonin var tilnefnd Helena Jakobína Jónsdóttir í 4. bekk. Myndirnar sem fylgja tók Sissi Óðalsbóndi.