Söngkeppni 8.-10. b

Ritstjórn Fréttir

Í síðustu viku var söngkeppni Óðals haldin fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Fjögur atriði voru skráð til leiks í 1. sæti varð sönghópur sem í eru Inga Berta Bergsdóttir, Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, Úrsúla Hanna Karlsdóttir og Valur Vífilsson. Verður þessi hópur fulltrúi Óðals í Söngkeppni Vesturlands sem haldin verður að Hlöðum mánudaginn 7. febr. Í öðru sæti var svo Hanna Ágústa Olgeirsdóttir. Er þeim óskað góðs gengis á Hlöðum. Myndir sem fylgja eru af sigurvegurum og eru frá Olgeiri Helga.