Ungt fólk 2011- Grunnskólanemar

Ritstjórn Fréttir

Dagana 14. til 17. febrúar er fyrirhugað að gera könnun á högum og líðan ungmenna í 5. til 7. bekk grunnskóla á Íslandi. Könnun þessi er samkvæmt rannsóknaráætlun meðal ungmenna til ársins 2016 og samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Samhliða verður gerð lítil könnun á vímuefnaneyslu ungs fólks í 8. – 10. bekk eins og undanfarin ár.
Rannsóknir & greining hefur sérhæft sig í rannsóknum á ungu fólki og nær gagnagrunnur stofnunarinnar allt aftur til ársins 1992. Upplýsingar úr rannsóknunum eru notaðar við stefnumótun og aðgerðir í málefnum ungs fólks og eru grunnur að vinnu fjölmargra þeirra sem vinna að málefnum ungs fólks á Íslandi, hvort heldur sem er ráðuneyta, stofnana, sveitarfélaga, félagssamtaka eða einstaklinga. Í þeim sveitarfélögum sem nýta sér rannsóknirnar búa um 80% landsmanna. Rannsóknirnar hafa verið lagðar fyrir meðal grunnskólanema á Íslandi árin allt frá árinu 1992 og mynda því samfellda og mikilvæga heild yfir tíma.