Stærðfræði í leik – og grunnskóla

Ritstjórn Fréttir

Á síðasta laugardag fóru kennarar úr Grunnskólanum í Borgarnesi og leikskólanum Uglukletti á námskeið í stærðfræði fyrir unga nemendur. Fyrirlesarinn var Dr. Ólöf Björg Steinþórsdóttir sem kennir við kennaradeild háskólans við North Carolina. Námskeiðið var haldið í Krikaskóla í Mosfellsbæ þar sem Berta okkar Sveinbjarnardóttir er sviðstjóri. Námskeiðið byggði á hugmyndafræði sem kallast stærðfræðikennsla byggð á skilningi barna og er ekki alveg nýá nálinni en rannsóknir á nemendum sem læra eftir þessum aðferðum sýna að þeir ná betri árangri í stærðfræði en nemendur sem læra eftir öðrum aðferðum. Rétt er að geta þess að þessar hugmyndir voru talsvert notaðar í grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum undir stjórn Jónínu Eiríksdóttir. Vonandi eiga nemendur bæði í Uglukletti og í grunnskólanum eftir að fá að kynnast þessum aðferðum en eins og sjá má á myndunum voru þátttakendur mjög áhugasamir.