Annarlok – frammistöðumat

Ritstjórn Fréttir

Nú fer að líða að lokum 2. annar með uppgjöri á vinnu nemenda á önninni. Við leggjum áherslu á að meta frammistöðu og framfarir hvers nemenda. Matið skal taka tillit til getu hvers og eins og verða í samræmi við markmið skólans. Nemendur í 3. – 10. bekk eru virkir í matinu og meta sig sjálfir í hverjum þætti þess. Það er ósk okkar að nemendur gangi frá sjálfsmatinu heina með aðstoð foreldra og verði búnir að því fyrir þriðjudaginn 22. febrúar. Nemendur og foreldrar kynna sér niðurstöður matsins í Mentor áður en þeir mæta í foreldraviðtöl, sem verða föstudaginn 25. febrúar.
Leiðbeiningar: