Jólaskemmtun

Ritstjórn Fréttir

Föstudaginn 19. desember hefst skóli kl. 9:00. Skólabíll innanbæjar mun fara kl. 8:40 og 8:55 úr Bjargslandi. Skólabílar úr dreifbýli fara 1 klst. seinna af stað en venjulega.
Nemendur og umsjónarkennarar þeirra halda stofujól frá kl. 9:00. Kl. 10:20 höldum við niður í íþróttamiðstöð þar sem litlu jólin verða haldin hátíðleg með leik og dansi. Foreldrar eru boðnir velkomnir í íþróttamiðstöðina á þessum tíma til að gleðjast með okkur. Reiknað er með að þessum skóladegi ljúki um 12:00.
Skóli mun svo hefjast að nýju samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 6. janúar.