10. bekkur í ,,barneignum“

Ritstjórn Fréttir

Nemendur í 10.bekk eru þessa dagana að taka þátt í verkefninu „Hugsað um barn“ og í dag fengu þau fræðslu um umönnun ungabarna frá skólahjúkrunarfræðingi. Til að gera sér grein fyrir því hvernig er að ganga með barn fengu nemendur svo að prófa vesti sem er hannað eins og kona sé komin sex mánuði á leið.
Verkefnið sjálft felst í því að nemendur fá „Raunveruleiknibarnið“ með sér heim og fá reynslu af því að annast „ungabarn“ allan sólarhringinn í nokkra daga. Í þessu felst tækifæri til að læra, gera mistök og leiðrétta þau, án þess að það hafi áhrif á raunverulegt ungabarn.Verkefnið er talið mjög áhrifaríkt með tilliti til jafnréttis kynjanna.,,Barnið” er dúkka sem er hönnuð eins og ungabarn í útliti og hegðar sér sem slíkt. Vandað er til útlitsgerðar af mikilli nákvæmni og fer dúkkan eins nálægt raunveruleikanum eins og hægt er að komast. ,,Barnið” er sambærilegt ungabarni hvað varðar stærð, þyngd og höfuðhreyfingar. ,,Barnið” er keyrt á tölvuforriti sem fylgist með hversu vel er hugsað um það.
Spennandi verður að fylgjast með ný orðnum „foreldum“ og „börnum“ þeirra næstu daga.