9. bekkur á Laugum

Ritstjórn Fréttir

9.bekkur var í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ að Laugum í Sælingsdal vikuna 21 – 25. febrúar.
Með okkur voru samstarfsskólarnir hér á Vesturlandi, Grunnskóli Borgarfjarðar (Varmaland og Kleppjárnsreykir) , Heiðarskóli, Reykhólar, Auðarskóli í Búðardal og Laugargerðisskóli.
Margt skemmtilegt var gert á Laugum og vikan leið í raun alltof hratt. Ýmiskonar námskeið voru, t.d. gögl, spádómar, íþróttir og margt fleira skemmtilegt. Fórum líka á Eiríksstaði, Erpsstaði og Stóra Vatnshorn. Ekki er hægt að segja annað en allir hafi staðið sig frábærlega og áttum við m.a. málefnalegasta ræðumanninn, húmor 2011 og player vikunnar.
Allir voru sjálfum sér, fjölskyldu og skóla sínum til mikils sóma og er alveg óhætt að mæla með skólabúðunum.
En myndirnar tala sínu máli, endilega skoðið þær vel og vandlega.
9.bekkur IMS og KMV
Inga Margrét og Kristín María.