Öskudagsgleði

Ritstjórn Fréttir

Öskudagsgleði verður haldin í Óðali í dag, öskudag, fyrir nemendur 1.-4. bekkja milli kl. 14 og 15:30. Margt skenmmtilegt gert s.s. „köttur“ sleginn úr tunnu, limbó, ásadans og síðan verðlaun fyrir þrjá flottustu búningana. Sjoppa opin þar sem hægt verður að kaupa sér Svala.
Húsráð Óðals.