Fyrir nokkru fór fram stærðfræðikeppni 8.-10. bekkja sem FVA heldur fyrir nemendur skóla hér á Vesturlandi. Þeim 10 nemendum í hverjum aldursflokki sem ná bestum árangri er svo boðið ásamt forráðamönnum sínum til athafnar í Fjölbrautaskóla Vesturlands, þann 2. apríl, þar sem úrslit eru kynnt og verðlaun afhent. Skólinn okkar á fulltrúa í öllum flokkum, tvo í 8. bekk. sex í 9. bekk og einn í 10. bekk. Er hér um frábæran árangur að ræða, ekki síst í 9. bekk þar sem sex af tíu koma héðan. Er þessum nemendum óskað til hamingju.