Upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram í Óðali í gær, miðvikudaginn 30. mars. Áberandi var hvað allir nemendur lögðu sig fram og skiluðu góðum upplestri. Dómarar voru ekki öfundsverðir af sínu hlutskipti en það voru þær Kristín Einarsdóttir og Kristín Valgarðsdóttir sem völdu þá nemendur sem fara fyrir skólans hönd á Upplestrarkeppni Vesturlands sem verður haldin í Búðardal 6. apríl n.k. Úrslit kvöldsins urðu þessi: 1. sæti: Harpa Hilmisdóttir, 2. sæti: Margrét Helga Magnúsdóttir, 3. sæti: Unnur Helga Vífilsdóttir og 4. sæti: Ásgrímur Stefán Agnarsson.