Skólahreysti

Ritstjórn Fréttir

Í gær fór fram keppni í skólahreysti í Íþróttahúsinu við Austurberg í Reykjavík. Lið frá okkur, undir stjórn Önnu Dóru tók þátt og hlaut 4. sætið í riðlinum. Sigurvegari var lið frá Grunnskóla Húnaþings Vestra og í öðru sæti varð lið Grunnskóla Borgarfjarðar. Rétt um 60 nemendur fóru héðan til að fylgjast með og hvetja okkar fólk. Var þetta hin besta skemmtun. Nokkrar myndir fylgja hér með.