Góðir gestir heimsóttu nemendur 2. bekkja í morgun. Þrír brúðulistamenn, tveir frá Finnlandi og einn íslenskur á vegum brúðulistahátíðarinnar sem haldin er hérna í Borgarnesi um helgina komu í heimsókn og sýndu nemendun aðeins inn í ævintýraheim brúðuleikhússins. Voru nemendur alsælir með heimsóknina og höfðu mikið gaman að.