Úrslit í stærðfræðikeppni

Ritstjórn Fréttir

Laugardaginn 2. apríl voru kunngerð úrslit í stærðfræðikeppninni sem Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi heldur árlega fyrir nemendur í 8. – 10. bekk. Til lokahátíðar voru 10 efstu nemendur í hverjum bekk boðnir ásamt forráðamönnum sínum og öðrum gestum. Við áttum 9 fulltrúa í þessum hópi eins og sagt hefur verið frá áður hérna á síðunni. Í 10. bekk varð Þorkell Már Einarsson í öðru sæti, í 9. bekk hlaut Valur Örn Vífilsson 2. sætið og Einar Konráðsson 1. sætið. Flott lokahátíð og góður árangur okkar nemenda sem við erum stolt af.