Upplestrarkeppni – úrslit

Ritstjórn Fréttir

Þá er nýlokið lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkja sem haldin var í Búðardal. Vel var að keppninni staðið af hálfu Auðarskóla en hún var haldin í Leifsbúð. Frammistaða og árangur okkar keppenda var með miklum ágætum, Harpa Hilmisdóttir varð í 1. sæti og Unnur Helga Vífilsdóttir í 2. sæti. Freyja Ragnarsdóttir Petersen frá Grunnskóla Borgarfjarðar var svo í 3. sæti. Nokkrar myndir fylgja hér en sjónarhorn þess er þær tók var ekki upp á það besta, því eru gæðin misjöfn.