Árshátíð

Ritstjórn Fréttir

Þá er árshátíð skólans að baki. Haldnar voru tvær sýningar og voru þær báðar fyrir fullu húsi. Nemendur stóðu sig frábærlega vel en allir nemendur skólans komu fram í atriðum þar sem gömlu góðu ævintýrin voru tekin fyrir og túlkuð með fjölbreyttum og skemmtilegum hætti. Skólinn þakkar af alhug góðar viðtökur forráðamanna og annarra gesta.
Fleiri myndir væntanlegar næstu daga.