Miðvikudaginn 14.apríl fór 9.bekkur á Akranes til að fara í ferð með skólaskipinu Dröfn.
Þar fengum við fræðslu um lífríkið í sjónum frá Hafrannsóknarstofnun og einnig um vinnu um borð, veiðarfæri, björgunarbúnað skipa og lífið í brúnni hjá skipstjóranum. Síðan átti að fara aðeins út á sjó og kasta veiðarfærum en alltof mikil bræla var svo það var ekki hægt. En skipstjórinn fór samt aðeins útfyrir höfnina og fengum við ansi mikinn sjógang, en öllum fannst þetta mjög gaman og fengu þvílíkan öldugang yfir sig.
Þessi ferð var bæði mjög fróðleg og skemmtileg.
Nokkrar myndir frá fyrri hópnum og síðan er væntanlegar myndir frá seinni hópnum.