Skólaheimsóknir

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 28.apríl fóru nemendur 10.bekkjar í menningarferð út á Akranes og í Grafarvog til þess að skoða framhaldsskóla. Byrjað var á því að fara á Akranes þar sem tekið var mjög vel á móti hópnum þar sem hann fékk kynningu á skólanum og hann leiddur um allan skólann til að skoða. Aðaláherslur voru þó að skoða iðnbrautirnar. Á Akranesi var hópnum boðið upp á léttar veitingar í matsal skólans. Nemendur fengu fullt af tækifærum til að spyrja og fræðast um hitt og þetta tengt hinum ýmsu námsgreinum og öðru sem við kemur framhaldsskólalífinu og nýttu sér það óspart.
Frá Akranesi lá ferðin í Grafarvog þar sem Borgarholtsskóli var heimsóttur. Þar voru megin áherslurnar líka á iðnbrautirnar að aukinni listabrautinni þó að hinar brautirnar hafi líka verið kynntar.
Á leiðinni heim var stoppað á KFC í Mosfellsbæ þar sem svangir magar voru fóðraðir og að sjálfsögðu tekið smá sprell í rennibrautunum. Stoppað var heldur lengur en ætlað var á meðan beðið var eftir að veðrið myndi örlítið ganga niður. Heimleiðin gekk vel, þrátt fyrir nokkurn vind svo og ferðin öll.
Nokkrar myndir frá ferðinni fylgja hér með.