Námskeið um einhverfu

Ritstjórn Fréttir

Fimmtudaginn 5. maí kl. 20:00 verður haldið námskeið um einhverfu á vegum fjölskyldusviðs Borgarbyggðar í samkomusal Menntaskólans í Borgarnesi. Námskeiðið er ætlað fólki á einhverfurófi, fjölskyldum þess sem og öðrum þeim sem áhuga hafa. Námskeiðið stendur í tvo og hálfan til þrjá tíma.
Sjá nánar hérna.