Fulltrúi Kiwanis, Jón Heiðarsson, kom færandi hendi hingað í skólann í gær, mánudag. Hann afhenti öllum nemendum í 1. bekk öryggishjálma að gjöf. Samskip styrkja þetta frábæra framtak sem þeim kiwanismönnum og Samskip er þakkað fyrir af heilum hug. Það þarf vart að útskýra nauðsyn þess að hjólreiðarmenn og fleiri noti hjálma sér til verndar. Afleiðingar höfuðmeiðsla af völdum falls eða áreksturs eru of oft óafturkræfar.