Þetta vorið verða gerðar nokkrar breytingar á námsmati skólans. Frammistaða nemenda verður nú metin á sama hátt og á haust- og miðönn. Nemendur eru virkir í matinu og það er ósk okkar að foreldrar aðstoði börn sín við sjálfsmatið. Niðurstöður matsins munu birtast foreldrum og nemendum á Mentor.
Námsframvinda er ný eining, sem við erum að prófa okkur áfram með í Mentor. Í henni birtast lestrarmarkmið sem unnið hefur verið með á skólaárinu og niðurstöður um gengi nemenda.
Niðurstöður frammistöðumats og námsframvindu er einungis hægt að sjá á Mentor eftir 1. júní. Þeir foreldrar, sem þess óska geta fengið niðurstöðurnar útprentaðar hjá ritara skólans.
Einkunnir vetrarins fá nemendur síðan afhentar á skólaslitum 1. júní og munu þær jafnframt birtast á Mentor.