Ofurbekkjaleikir

Ritstjórn Fréttir

Síðasta föstudag komu nemendur eldri deildar saman á íþróttasvæðinu og héldu s.k. „ofurbekkjaleiki“. Það er keppni milli bekkja og er keppt í ýmsum óhefðbundnum keppnisgreinum, má þar nefna stígvéla – og eggjakast, bíladráttur og fl. Birna Hlín umsjónarkennari 10. bekkjar tók nokkrar myndir sem hér er hægt að skoða. Jafnir að stigum urðu 10. BHG og 9. KMV. Eins og sést á myndunuym var mikið fjör og létt yfir mannskapnum.